Þjónusta

Við hjá Syrusson bjóðum uppá alla þá þjónustu sem við teljum að viðskiptavinir okkar hafa þörf fyrir innan innanhúshönnunar. Við hönnum, smíðum, bólstrum, innréttum og margt margt fleira. Við leggjum mikinn metnað í góða og umfangsmikla þjónustu og viljum geta leiðbeint viðskiptavinum okkar eftir bestu getu. Þekking okkar er víðtæk og með margra ára reynslu í húsgagnaiðnaðinum getum við veitt þá sérfræðiþjónustu sem þörf er á.  

 

Bólstrun  

Gæðakröfur á vörum okkar eru háar og leggjum við mikinn metnað í bólstrun á húsgögnum okkar. Við erum í samstarfi við einn besta bólstrara bæjarins sem hefur margra ára reynslu og er mjög nákvæmur og vandvirkur í vinnu. Þar sem bólstrun er framkvæmd hjá okkur getum við boðið viðskiptavinum okkar að velja aðferð á bólstrun, lit á þræði, stífleika í svampi og margt meira. Við bjóðum viðskiptavinum okkar einnig uppá endurbólstrun. Betri upplýsingar er að finna hér.

 

 

Innréttingaþjónusta  

Ert þú að hugsa um að breyta til enn átt erfitt með að ákveða hvernig rýmið á að líta út? Þá getum við aðstoðað þig. Sérfræðingar okkar hjálpa þér og leiðbeina hvernig best er að raða inní rýmið, hvaða litir fara best saman, hvaða húsgögn passa við þinn stíl og þarfir. Við bjóðum einnig uppá að innrétta rýmið fyrir þig þar sem rýmið er teiknað í þrívídd og þú sérð nákvæmlega hvernig það mun líta út í raun. Ef þú hefur áhuga á að vita meira þá smelltu hér eða ýttu á myndina hér fyrir neðan.  

 

 

Sérsmíði  

Í litlu samfélagi sem okkar og vöruúrval takmarkað er stundum erfitt að finna það sem maður leitar að. Hjá Syrusson finnurðu lausnina. Við bjóðum uppá lausnir sérsniðnar að þínum þörfum. Ef þú átt erfitt með að finna eitthvað sem passar í erfiða hornið í stofunni þinni eða sófarnir sem þú skoðar eru allir of stórir þá finnurðu lausnina hjá okkur. Við hönnum, sérsníðum og smíðum allt frá sjónvarpsskenkum, skápum, innréttingum, sófum stólum eða hvaða sem er. Við erum alltaf opin fyrir krefjandi og skemmtilegum verkefni. Til að vita meira ýttu hér eða á myndina hér að neðan.  

 

 

Efnaval 

Syrusson hönnunarhús bíður uppá fjölbreitt úrval af gæða efnum sem standast allar þær kröfur sem settar er á markaðinn í dag. Við bjóðum viðskiptavinum okkar að velja um mismunandi áklæði, leður, plast, við eða jafnvel lit á stáli. Við getum aðlagað okkar vörum að þínum stíl með fjölbreittu efnavali. Efnin koma frá framleiðendum sem státa af margra ára reynslu og eru þekktir fyrir gæði í vörum sínum. Til að skoða úrval okkar þá ýtið hér eða á mynd fyrir neðan.