Sérsmíði

Syrusson sérhæfir sig í hönnun og smíði glæsilegra húsgagna og innréttinga. Starfsfólk Syrussonar hefur ávallt fylgst vel með straumum og stefnum hverju sinni og útfærir hönnunina eftir hugmyndafræði fyrirtækisins. Við viljum að húsgögnin okkar endurspegli fallega gæða vöru með einfaldar línur og þægindi í hámarki.

Syrusson leggur mikið upp úr góðri þjónustu út allt vinnsluferlið. Syrusson sérhannar og teiknar upp húsgögn og innréttingar í þrívíddarforriti svo að viðskiptavinurinn geti betur áttað sig á endanlegri útkomu. 

Einnig getur viðskiptavinurinn komið með sínar eigin hugmyndir hvort sem þær eru á byrjunarstigi eða lengra komnar.

Sérsmíði er okkar fag þar sem við veitum viðskiptavinum okkar sérfræðilega þjónustu allt frá hönnun, efnavali, litavali og formi. Við tökum við stórum sem smáum verkefnum og fögnum áskorunum. Við gerum okkar besta til að útfæra hugmyndir viðskiptavinarins útfrá tækjaframboði og getu framleiðenda á Íslandi. Einnig reynum við að aðlaga vöru og framleiðslu útfrá verðhugmyndum viðskiptavinarins. Ef ómögulegt er að finna það sem þú leitar að, komdu þá til okkar og við útfærum það fyrir þig.

Syrusson-alltaf með lausnina