Efnaval

Syrusson hönnunarhús bíður uppá fjölbreitt úrval af gæða efnum sem standast allar þær kröfur sem settar er á markaðinn í dag. Við bjóðum viðskiptavinum okkar að velja um mismunandi áklæði, leður, plast, við eða jafnvel lit á stálfótum. Við getum aðlagað okkar vörum að þínum stíl með fjölbreittu efnavali. Efnin koma frá framleiðendum sem státa af margra ára reynslu og eru þekktir fyrir gæði í vörum sínum.

 

Camira 

Camira eru frumkvöðlar í áklæðum sem þekktir eru fyrir hönnun og framleiðslu nýstárlegra og umhverfisvænna áklæða sem seld eru um allann heim. Á ári framleiðir Camira 8 milljón metra af áklæði sem uppfyllir alla alþjóðlega staðla. Þeir eru þekktir fyrir gæða áklæði í miklu litaúrvali, flottri hönnun, tækni og umhverfis þróun. Úrval Camira er að finna hér.  

 

Nevotex

Nevotex eru leiðandi heildsalar í áklæðum til bólstrunar um allann heim. Með 125 ára reynslu á markaðnum og mikla þekkingu er Nevotex stanslaust að bæta vörulínu sína með nýstárlegum hönnunum og miklu úrvali. Gæði er mikilvægur eiginleiki í vöruþróun þeirra.  Úrval Nevotex er að finna hér.  

 

Sørensen 

Sörensen leður var stofnað af Arne Sörensen árið 1973 og hefur síðan þá framleitt leður af hæstu gæðum sem seld eru um allann heim.  Sörensen eru þekkt fyrir að veita aðeins það besta sem finnst í leðri þar sem þeir halda gæðum með ströngu gæðaeftirliti og að vera áreiðanlegir í framleiðslu og meðhöndlun.  Úrval Sörensen er að finna hér.  

 

Arpa

Frá árinu 1954 hefur Arpa hanna og framleitt yfirborð með hágæða HPL tækni fyrir fjölbreyttustu notkun. Vörur þeirra eru mikið nýttar í arkitektur, innanhúshönnun, innan heilbriðisgeirans og jafnvel í skipainnréttingar. Arpa kemur með nýsköpun í innréttingahönnun, vinna náið með samstarfsaðilum til að búa til frábæra “Made in Italy” lausnir. Starfsmenn Arpa leggja mikinn metnað í að rannsaka, gera tilraunir og koma fram með nýjar lausnir til að skapa nýjar vörur fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Úrval Arpa er að finna hér.  

 

 

Polyhúðun

Stál er mikið notað í hönnun okkar. Við viljum að viðskiptavinir okkar fái einnig valmöguleika til að aðlaga stálið að sínum stíl og þess vegna er hægt að velja hvernig húð á að fara á stellið. Stál getur breyst um útlit bara með litavali. Við bjóðum uppá burstað stál, króm og alla liti sem fást í polyhúðun.