Bólstrun

Syrusson hönnunarhús leggur mikinn metnað í gott handbragð og gæði. Við viljum að það endurspeglist bæði í útliti og þægindum. Smekkur manna er misjafn og þess vegna bjóðum við viðskiptavinum okkar að aðlaga vöru sína að þeirra stíl með breiðu efnisúrvali.  Viðskiptavinurinn fær möguleika á að velja úr úrvali áklæða, leðurs eða leðurlíkis, hann fær einnig að velja stífleika í svampi og lit á þræði sem saumaður er í húsgagnið. Með þessum sveigjanleika hefur viðskiptavinurinn möguleika á að aðlaga vöru sína og upplifa þá fjölbreittu möguleika sem við bjóðum uppá. Með áratuga reynslu í faginu bjóðum við uppá gæða bólstrun og endurbólstrun.