Innanhúsráðgjöf

Við í Syrusson vitum að breytingar geta verið mikil áskorun og ekki eiga allir auðvelt með að taka að sér þau verkefni. Margt þarf að hafa í huga og erfitt getur verið að velja hvaða vörur passa saman, hvaða litir hæla hvor öðrum og hvernig er best að stilla hlutunum upp.  Sama hvort þú þarft hjálp við að innrétta heil rými eða bara velja nýjann sófa í sjónvarpsherbergið, þá erum við hér til að hjálpa þér. Innanhúsþjónustan er ætluð öllum, bæði fyrirtækjum og heimilum. Sendu okkur fyrirspurn hér og við munum svara þér um hæl.

 

Hvernig förum við að?

1. Innblástur

Fyrsta skrefið er að skilja hvaða áform þú hefur fyrir rýmið. Ef um stærri verkefni eru að ræða mætum við á staðinn og fáum að heyra hverjar þínar væntingar og óskir eru. Útfrá því fáum við betri innsýn inní útlit sem óskað er eftir. Ef engar grunnteikningar eru til staðar tökum við mál af þeim rýmum sem um er rætt og fáum allar upplýsingar sem þarf til að hefja hönnunarferlið.  

 

 

 

2. Hönnun plássins

Frá fyrsta fundi setjum við saman tillögur og ráðleggingar um bestu útfærslur á rýminu sem við aðlögum að þínum hugmyndum og stíl. Við teiknum rýmið í þrívíddarforrit sem gefur góða innsýn í rýmið, uppsetningu og litarvali. Að lokum förum við í gegnum búðina og skoðum efni og húsgögn.

 

 

 

3. Framleiðsla

Þegar þú ert 100% ánægð með nýja útlitið munum við setja pöntunina af stað.

 

 

Innanhúsráðgjöfin hjálpar viðskiptavinum okkar við að fá heildarmynd á rýmin á einfaldann máta . Við tökum tillit til aðstæðna hvers og eins og gerum okkar besta til að veita heildarþjónustu sem viðskiptavinurinn er sáttur með. Oft þarf lítið til að gera mikl­ar breyt­ing­ar, til dæm­is með réttum lit­um, nýrri upp­röðun, nýjum hlut­um eða nýju húsgagni.

 

Til að fá betri upplýsingar um ráðgjöfina eða verð þá endilega sendu okkur fyrirspurn hér.